Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:00 Mikill viðbúnaður var vegna gíslatökunnar í IK-19 Surovikino fangelsinu í dag. Leyniskyttur þjóðvarðliðsins í Novograd skutu fjóra gíslatökumenn til bana. Vísir/EPA Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Rússland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent