Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 19:16 Þeir Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í fertugasta sinn á morgun. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira