„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:56 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira