Hinn 59 ára Lynch var í fríi með fjölskyldu sinni og nánasta hring í viðskiptalífinu þegar að snekkjunni hvolfdi og sökk á örfáum mínútum eftir að kröftugur stormur gekk yfir á mánudagsmorguninn. Fimmtán var bjargað af viðbragðsaðilum en 18 ára dóttur Lynch, Hannah Lynch, er enn leitað.
Fréttastofa BBC greinir frá. Rannsókn á orsökum þess að snekkjan fórst stendur nú yfir en James Cutfield, skipstjóri Bayesian, var yfirheyrður af lögreglu á vettvangi í tvær klukkustundir í gær.
Lögregla reynir nú að komast til botns í því hvort að mannleg mistök skipstjórans og skipverja hafi orðið til þess að Snekkjan sökk. Búið var að gefa út veðurviðvörun áður en að illviðrið skall á á mánudaginn en kannað er hvort það hafi verið gripið til mikilvægra ráðstafanna vegna þessa.
Jafnframt hefur komið fram að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley bankans, og eiginkona hans, Judy Bloomer, voru meðal þeirra látnu. Börn hjónanna sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þau syrgðu foreldra sína.