Til í keppni ef hlaupið er löglegt og milljónir dollara fást fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 08:18 Tyreek Hill er leikmaður Miami Dolphins og Noah Lyles er hraðasti hundrað metra hlaupari heims. getty / fotojet Noah Lyles er til í að keppa við Tyreek Hill í hundrað metra spretthlaupi, en bara ef hlaupið fer löglega fram á hlaupabraut og hann fær margar milljónir dollara fyrir. „Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós. NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
„Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós.
NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira