Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 07:26 Chris Evert segir alþjóðatennissambandið vera að hylma yfir afbrot Jannik Sinner. getty / espn / fotojet Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann. Tennis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann.
Tennis Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira