Borgarlína í grunninn bara betri strætó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 17:09 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Arnar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. „Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira