Borgarlína í grunninn bara betri strætó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 17:09 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Arnar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. „Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Mig langar að taka undir með þeim sem hafa minnt á það að þetta er samgöngusáttmáli. Við þekkjum það öll að umræðan um þetta stóra innviðafjárfestingarverkefni fer í allar áttir og það er kannski fátt sem er rifist jafnmikið um á kaffistofunum og blöðunum,“ segir Einar. Hann segir að samgöngusáttmálinn mæti ólíkum þörfum fólks. Sumir þurfi bíl, sumir tvo bíla og aðrir ekki. „Það er verið að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir okkur öll, hvort sem við þurfum að nota fjölskyldubílinn eða strætó,“ segir Einar. Borgarlína bara strætó í grunninn Einar segir að með sáttmálanum sé verið að gera strætó betri. „Við köllum hana Borgarlínu, það er gott orð, en í grunninn er þetta bara betri strætó með tíðari ferðum og betri þjónustu. Við kjörnir fulltrúar erum bara í vinnunni við það að tryggja góða þjónustu.“ „Fólk gerir kröfur, það gerir kröfur um það að sitja ekki fast í umferðinni, gerir kröfur um það að geta nýtt sér grænar lausnir í samgöngum, hjólastíga, almenningssamgöngur eða fara gangandi,“ segir Einar. Sáttmálinn sé blanda af þessu öllu. Vita af óánægju með strætó „Við vitum að það er óánægja með það, að stundum gengur þetta ekki nógu vel hjá strætó, en það er verið að mæta því með öflugri innkomu ríkisins inn í rekstur almenningssamgangna,“ segir Einar, og kveðst mjög þakklátur fyrir það. Hann segir að stærstu pólitísku tíðindin í dag séu að það sé verið að innsigla þá sýn sem sett var fram árið 2019, að á höfuðborgarsvæðinu væri ein samgöngustefna. „Við erum að ganga í takt og það skiptir gríðarlegu máli. Ef við göngum ekki í takt náum við engum árangri. Þetta er gleðidagur, og ég hlakka til að sjá samgöngusáttmálann rætast og koma til framkvæmda,“ segir Einar.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira