Græddi meira en milljarð á því að skemmta sér á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 12:02 Bandarísku fjölmiðlarnir misstu ekki af því sem Snoop Dogg tók sér fyrir hendur í París. Getty/Alex Gottschalk Rapparinn Snoop Dogg var hrókur alls fagnaðar á Ólympíuleikunum í París en kappinn var ekki mættur þangað bara fyrir heiðurinn eða áhuga sinn á Ólympíuleikunum. Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a> Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sjá meira
Nú er komið fram í dagsljósið að Snoop Dogg var á þrusu launum fyrir að skemmta sér og öðrum á Ólympíuleikunum. Snoop Dogg deildi sjálfur frétt á sínum samfélagsmiðlum þar sem kom fram að hann hafi fengið 447 þúsund Bandaríkjadali á dag fyrir vinnuna sína á Ólympíuleikunum. Það gerir rúma 61 milljón króna í laun á dag. #Snoop recently re-posted a video that says, “This is the main star of the Paris Olympics. Snoop Dogg, a top rapper, gets over 40 m rubles about $447,000 daily for his presence at the Paris Olympic Games” 🤯@SnoopDogg #TPRMediaGroup#TheProgressReport pic.twitter.com/GNbdMN040O— The Progress Report Media Group (@TPRMediaGroup) August 17, 2024 Það var líka allt borgað undir Snoop á leikunum, eins og gisting, ferðalög, matur og annað. Hann kom því út í hreinum gróða. Reif upp stemmninguna Það er samt ekki hægt að segja annað en að Snoop Dogg hafi skilað sínu starfi upp á tíu. Hann var mættur til Parísar til að rífa upp stemmninguna og auka athygli á keppnisgreinum leikanna. Hvert sem hann fór þá var hann hrókur alls fagnaðar og bandaríska íþróttafólkið tók honum fagnandi. Þessi tilraun heppnaðist líka vel fyrir þá sem borguðu fyrir hann reikninginn því allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það sem Snoop tók sér fyrir hendur þessa daga í París. Níu milljónir Bandaríkjadala Hann var líka tilbúinn að prófa alls konar íþróttir auk þess að lýsa keppnum með sínum einstaka hætti. Fyrir vikið fengu fleiri íþróttir sviðsljósið. Snnop Dogg var alls í sautján daga á Ólympíuleikunum og fékk því næstum því níu milljónir dollara að launum fyrir þessa ferð. Það gerir meira en milljarð í íslenskum krónum. Tölurnar tala og það er strax farið að orða kappann við næstu Ólympíuleika. Áhorfið á Ólympíuleikana jókst nefnilega um 79 prósent í bandarísku sjónvarpi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mAgbSaF_UoM">watch on YouTube</a>
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sjá meira