Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 09:30 Daniela Larreal Chirinos í keppni á sínum fimmtu og síðustu Ólympíuleikum í London 2012. Getty/Bryn Lennon Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg. Lýst var eftir Danielu þegar hún kom ekki til vinnu sinnar 12. ágúst síðastliðinn. Hún fannst síðan látin í íbúð sinni í Las Vegas fjórum dögum síðar. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en lögreglan telur að hún hafi kafnað eftir að matur festist í koki hennar. Talið er að hún hafi látist 11. ágúst en hún fannst ekki fyrr en næstum því viku síðar. Daniela er goðsögn í íþróttasögu Venesúela en hún keppti í hjólreiðum frá 1992 til 2012. Hún fór meðal annars fimm sinnum á Ólympíuleika en náði þó aldrei að vinna til verðlauna. Ólympíuleikarnir hennar voru í Barcelona 1992, Atlanta 1996, Sydney 2000, Aþenu 2004 og London 2012. Hún varð heimsbikarmeistari árið 2003 [UCI Track Cycling World Cup] og vann tvenn gullverðlaun á Ameríkuleikunun árið 2011 [Pan American Games]. Auk þess var hún mjög sigursæl í hjólreiðakeppnum í Mið- og Suður-Ameríku þessa tvo áratugi sem hún tók þátt í afreksíþróttum. Daniela var líka mjög virk í pólitíkinni í heimalandi sínu, og varð á endanum gerð útlæg frá Venesúela árið 2016. Hún sótti í framhaldinu um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Hún þurfti að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum, keyrði um tíma Uber í Miami og starfaði nú síðast sem þerna á hóteli í Las Vegas. QLa Junta Directiva del COV lamenta la partida de Daniela LarrealCon una destacada trayectoria en el ciclismo de pista logró representarnos con honor en cinco Juegos Olímpicos, acumular cuatro diplomas olímpicos y triunfos que siempre nos llenaron de mucho orgullo.#QEPD pic.twitter.com/YDJpv72X4D— Comité Olímpico Venezolano (@OfficialCOV) August 16, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar Venesúela Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Lýst var eftir Danielu þegar hún kom ekki til vinnu sinnar 12. ágúst síðastliðinn. Hún fannst síðan látin í íbúð sinni í Las Vegas fjórum dögum síðar. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en lögreglan telur að hún hafi kafnað eftir að matur festist í koki hennar. Talið er að hún hafi látist 11. ágúst en hún fannst ekki fyrr en næstum því viku síðar. Daniela er goðsögn í íþróttasögu Venesúela en hún keppti í hjólreiðum frá 1992 til 2012. Hún fór meðal annars fimm sinnum á Ólympíuleika en náði þó aldrei að vinna til verðlauna. Ólympíuleikarnir hennar voru í Barcelona 1992, Atlanta 1996, Sydney 2000, Aþenu 2004 og London 2012. Hún varð heimsbikarmeistari árið 2003 [UCI Track Cycling World Cup] og vann tvenn gullverðlaun á Ameríkuleikunun árið 2011 [Pan American Games]. Auk þess var hún mjög sigursæl í hjólreiðakeppnum í Mið- og Suður-Ameríku þessa tvo áratugi sem hún tók þátt í afreksíþróttum. Daniela var líka mjög virk í pólitíkinni í heimalandi sínu, og varð á endanum gerð útlæg frá Venesúela árið 2016. Hún sótti í framhaldinu um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Hún þurfti að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum, keyrði um tíma Uber í Miami og starfaði nú síðast sem þerna á hóteli í Las Vegas. QLa Junta Directiva del COV lamenta la partida de Daniela LarrealCon una destacada trayectoria en el ciclismo de pista logró representarnos con honor en cinco Juegos Olímpicos, acumular cuatro diplomas olímpicos y triunfos que siempre nos llenaron de mucho orgullo.#QEPD pic.twitter.com/YDJpv72X4D— Comité Olímpico Venezolano (@OfficialCOV) August 16, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar Venesúela Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira