Fimmfaldur Ólympíufari kafnaði í íbúð sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2024 09:30 Daniela Larreal Chirinos í keppni á sínum fimmtu og síðustu Ólympíuleikum í London 2012. Getty/Bryn Lennon Fyrrum afreksíþróttakonan Daniela Larreal Chirinos er látin aðeins fimmtug að aldri. Hún lifði viðburðaríku lífi en endalokin voru mjög sorgleg. Lýst var eftir Danielu þegar hún kom ekki til vinnu sinnar 12. ágúst síðastliðinn. Hún fannst síðan látin í íbúð sinni í Las Vegas fjórum dögum síðar. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en lögreglan telur að hún hafi kafnað eftir að matur festist í koki hennar. Talið er að hún hafi látist 11. ágúst en hún fannst ekki fyrr en næstum því viku síðar. Daniela er goðsögn í íþróttasögu Venesúela en hún keppti í hjólreiðum frá 1992 til 2012. Hún fór meðal annars fimm sinnum á Ólympíuleika en náði þó aldrei að vinna til verðlauna. Ólympíuleikarnir hennar voru í Barcelona 1992, Atlanta 1996, Sydney 2000, Aþenu 2004 og London 2012. Hún varð heimsbikarmeistari árið 2003 [UCI Track Cycling World Cup] og vann tvenn gullverðlaun á Ameríkuleikunun árið 2011 [Pan American Games]. Auk þess var hún mjög sigursæl í hjólreiðakeppnum í Mið- og Suður-Ameríku þessa tvo áratugi sem hún tók þátt í afreksíþróttum. Daniela var líka mjög virk í pólitíkinni í heimalandi sínu, og varð á endanum gerð útlæg frá Venesúela árið 2016. Hún sótti í framhaldinu um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Hún þurfti að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum, keyrði um tíma Uber í Miami og starfaði nú síðast sem þerna á hóteli í Las Vegas. QLa Junta Directiva del COV lamenta la partida de Daniela LarrealCon una destacada trayectoria en el ciclismo de pista logró representarnos con honor en cinco Juegos Olímpicos, acumular cuatro diplomas olímpicos y triunfos que siempre nos llenaron de mucho orgullo.#QEPD pic.twitter.com/YDJpv72X4D— Comité Olímpico Venezolano (@OfficialCOV) August 16, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar Venesúela Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira
Lýst var eftir Danielu þegar hún kom ekki til vinnu sinnar 12. ágúst síðastliðinn. Hún fannst síðan látin í íbúð sinni í Las Vegas fjórum dögum síðar. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en lögreglan telur að hún hafi kafnað eftir að matur festist í koki hennar. Talið er að hún hafi látist 11. ágúst en hún fannst ekki fyrr en næstum því viku síðar. Daniela er goðsögn í íþróttasögu Venesúela en hún keppti í hjólreiðum frá 1992 til 2012. Hún fór meðal annars fimm sinnum á Ólympíuleika en náði þó aldrei að vinna til verðlauna. Ólympíuleikarnir hennar voru í Barcelona 1992, Atlanta 1996, Sydney 2000, Aþenu 2004 og London 2012. Hún varð heimsbikarmeistari árið 2003 [UCI Track Cycling World Cup] og vann tvenn gullverðlaun á Ameríkuleikunun árið 2011 [Pan American Games]. Auk þess var hún mjög sigursæl í hjólreiðakeppnum í Mið- og Suður-Ameríku þessa tvo áratugi sem hún tók þátt í afreksíþróttum. Daniela var líka mjög virk í pólitíkinni í heimalandi sínu, og varð á endanum gerð útlæg frá Venesúela árið 2016. Hún sótti í framhaldinu um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Hún þurfti að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum, keyrði um tíma Uber í Miami og starfaði nú síðast sem þerna á hóteli í Las Vegas. QLa Junta Directiva del COV lamenta la partida de Daniela LarrealCon una destacada trayectoria en el ciclismo de pista logró representarnos con honor en cinco Juegos Olímpicos, acumular cuatro diplomas olímpicos y triunfos que siempre nos llenaron de mucho orgullo.#QEPD pic.twitter.com/YDJpv72X4D— Comité Olímpico Venezolano (@OfficialCOV) August 16, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar Venesúela Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sjá meira