Innlent

Skjálftar á Reykja­nesi, í efna­hags­lífinu og í pólitíkinni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að verðbólgunni og vaxtaákvörðun Seðlabankans síðar í vikunni. 

Sérfræðingar verða nú æ svartsýnni á hjöðnun verðbólgunnar sem aftur dregur úr líkum á því að vaxtalækkun sé í sjónmáli.

Þá tökum við púlsinn á jarðhræringunum á Reykjanesi en allar mælingar benda til þess að þar fari að gjósa á næstunni.

Að auki fjöllum við um víðtæka lokun á heita vatninum hjá  stórum hluta íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hefst í kvöld og spáum í spilin á ríkisstjórnarborðinu.

Í íþróttum verður svo Besta deildin fyrirferðarmikil þar sem botnbaráttan er að herðast en spennan er einnig mikil á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×