Níræð tugþrautarkona með 35 heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:22 Hin níræða Flo Miller sést hér í stangarstökki en þar hefur hún margoft sett heimsmet í sínum aldursflokki. Skjámynd/ CBS Sunday Morning Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið. Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira