„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 20:15 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“ KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“
KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira