Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 16:44 Orri Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti en FCK missteig sig hins vegar í dag. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira