Leikurinn í gær var einvígi tveggja efstu liða Bestu deildarinnar og því búist við spennandi leik. Sú varð líka raunin þó 2-1 sigur Vals hafi verið sanngjarn þegar upp var staðið.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir komu Val í 2-0 áður en Karitas Tómasdóttir minnkaði muninn fyrir Breiðablik í blálokin.
Anton Brink ljósmyndari Vísis var á Laugardalsvelli í gær og myndaði fögnuð Valskvenna eftir leikinn.




























