Láglaunakonur neiti sér um mat svo að börn þeirra fái að borða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 19:30 Berglind segir margar láglaunakonur ekki hafa efni á að kaupa nauðsynjavörur líkt og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín. Vísir/Arnar Rúm fjörutíu prósent kvenna í láglaunastörfum hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Margar geta ekki keypt nauðsynjavörur, eins og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín, og hafa neitað sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Hópur fræðakvenna kynnti í morgun niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna. Af þeim rúmlega tólf hundruð sem tóku þátt í könnun, sem skýrslan byggir á, eru 42 prósent með minna en 500 þúsund í laun á mánuði, 38 prósent með fimm til átta hundruð þúsund og tuttugu prósent með hærri laun en það. Félagslífið sitji á hakanum Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að láglaunakonur eiga mun erfiðara en aðrar að ná endum saman. Rúm fjörutíu prósent þeirra hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði og 13 prósent minna en sextíu þúsund. Þá getur tæpur þriðjungur láglaunakvenna ekki mætt óvæntum útgjöldum. „Þær eru líklegri til að þurfa að neita sér eða börnunum sínum um ýmsar grunnþarfir,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. „Þær geta ekki borgað kostnað vegna skólaferðalaga, þær geta ekki margar hverjar greitt fyrir nauðsynlegan fatnað eins og kuldaskó eða úlpur. Margar eiga erfitt með að greiða fyrir hluti sem tengjast félagslífi barnanna þeirra ef þau vilja fara í bekkjarafmæli þar sem þarf að koma með afmælisgjöf, fara í bíó eða eitthvað slíkt þá þurfa þær að neita börnunum sínum um það.“ Börn útsettasti hópurinn fyrir fátækt Margar þeirra segjast þá ekki geta greitt fyrir tómstundir og íþróttir barna sinna og jafnvel þurfa að neita sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Eins kemur fram í skýrslunni að láglaunakonur séu líkamlega og andlega heilsuveilli en konur með hærri laun. „Þetta er auðvitað samfélagslegur kostnaður. Þetta hefur bæði áhrif á atvinnuþátttöku og fjölskylduna en líka bara heilbrigðiskostnað og samfélagið allt. Það borgar sig ekkert að skera naumt í þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr kallar eftir því að stjórnvöld endurskoði reglulegar aðstoð við fjölskyldur.Vísir/Arnar Könnunin sé skýrt merki um hvað stuðningsaðgerðir stjórnvalda geta skipt miklu máli. „Við höfum það að meðaltali gott hér á landi en það eru hópar innan hópanna sem þarf að styðja sérstaklega við. Við höfum auðvitað verið að berjast fyrir því við kjarasamningsborðið en við vitum líka að stuðningur stjórnvalda ræður úrslitum um það hvort fólk nái endum saman og geti séð börnum sínum farborða. Það er enn þannig að það eru helst börn í þessu samfélagi sem eru útsett fyrir fátækt,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það eiga ekki að vera breytingar á stuðningi við barnafjölskyldur þegar verið er að gera kjarasamninga hverju sinni heldur á að vera að meta stöðuna stöðugt og bregðast við. Því miður hefur það ekki verið að gerast og það er pólitík sem okkur líkar ekki við.“ Ömurlegt að fólk sé svangt í allsnægtarsamfélagi Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart. „Við erum alltaf að reyna að bregðast við þessu í kjarasamningum. Í síðustu kjarasamningum lögðum við sérstaka áherslu á lægstu launin og það á að koma láglaunafólki til góða. Við lögðum líka sérstaka áherslu á það, gagnvart ríki og sveitarfélögum, að þau myndu spýta í tilfærslukerfin, svo sem barnabótakerfin og húsnæðisbætur,“ segir Finnbjörn. Miklu máli skipti að við þessi loforð verði staðið. Hann segir mjög dýrt að gera það ekki þar sem afleiðingar þess myndu fyrst og síðast bitna á börnum. Hann segir ömurlegt að vita til þess að sumar mæður sleppi því að borða svo börn þeirra verði ekki svöng. „Það er ömurlegt að vita til þess, í þessu allsnægtarsamfélagi sem við búum í, að það sé þannig staða hjá fólki að þetta þurfi að koma upp. Það er ekki allt saman leyst í kjarasamningur. Ríki og sveitarfélög bera töluverða ábyrgð á velferð fólks í landinu. Þau verða að standa sína plikt í þessum efnum.“ Vinnumarkaður Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hópur fræðakvenna kynnti í morgun niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna. Af þeim rúmlega tólf hundruð sem tóku þátt í könnun, sem skýrslan byggir á, eru 42 prósent með minna en 500 þúsund í laun á mánuði, 38 prósent með fimm til átta hundruð þúsund og tuttugu prósent með hærri laun en það. Félagslífið sitji á hakanum Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að láglaunakonur eiga mun erfiðara en aðrar að ná endum saman. Rúm fjörutíu prósent þeirra hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði og 13 prósent minna en sextíu þúsund. Þá getur tæpur þriðjungur láglaunakvenna ekki mætt óvæntum útgjöldum. „Þær eru líklegri til að þurfa að neita sér eða börnunum sínum um ýmsar grunnþarfir,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. „Þær geta ekki borgað kostnað vegna skólaferðalaga, þær geta ekki margar hverjar greitt fyrir nauðsynlegan fatnað eins og kuldaskó eða úlpur. Margar eiga erfitt með að greiða fyrir hluti sem tengjast félagslífi barnanna þeirra ef þau vilja fara í bekkjarafmæli þar sem þarf að koma með afmælisgjöf, fara í bíó eða eitthvað slíkt þá þurfa þær að neita börnunum sínum um það.“ Börn útsettasti hópurinn fyrir fátækt Margar þeirra segjast þá ekki geta greitt fyrir tómstundir og íþróttir barna sinna og jafnvel þurfa að neita sér um mat svo börn þeirra fái að borða. Eins kemur fram í skýrslunni að láglaunakonur séu líkamlega og andlega heilsuveilli en konur með hærri laun. „Þetta er auðvitað samfélagslegur kostnaður. Þetta hefur bæði áhrif á atvinnuþátttöku og fjölskylduna en líka bara heilbrigðiskostnað og samfélagið allt. Það borgar sig ekkert að skera naumt í þessu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr kallar eftir því að stjórnvöld endurskoði reglulegar aðstoð við fjölskyldur.Vísir/Arnar Könnunin sé skýrt merki um hvað stuðningsaðgerðir stjórnvalda geta skipt miklu máli. „Við höfum það að meðaltali gott hér á landi en það eru hópar innan hópanna sem þarf að styðja sérstaklega við. Við höfum auðvitað verið að berjast fyrir því við kjarasamningsborðið en við vitum líka að stuðningur stjórnvalda ræður úrslitum um það hvort fólk nái endum saman og geti séð börnum sínum farborða. Það er enn þannig að það eru helst börn í þessu samfélagi sem eru útsett fyrir fátækt,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það eiga ekki að vera breytingar á stuðningi við barnafjölskyldur þegar verið er að gera kjarasamninga hverju sinni heldur á að vera að meta stöðuna stöðugt og bregðast við. Því miður hefur það ekki verið að gerast og það er pólitík sem okkur líkar ekki við.“ Ömurlegt að fólk sé svangt í allsnægtarsamfélagi Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart. „Við erum alltaf að reyna að bregðast við þessu í kjarasamningum. Í síðustu kjarasamningum lögðum við sérstaka áherslu á lægstu launin og það á að koma láglaunafólki til góða. Við lögðum líka sérstaka áherslu á það, gagnvart ríki og sveitarfélögum, að þau myndu spýta í tilfærslukerfin, svo sem barnabótakerfin og húsnæðisbætur,“ segir Finnbjörn. Miklu máli skipti að við þessi loforð verði staðið. Hann segir mjög dýrt að gera það ekki þar sem afleiðingar þess myndu fyrst og síðast bitna á börnum. Hann segir ömurlegt að vita til þess að sumar mæður sleppi því að borða svo börn þeirra verði ekki svöng. „Það er ömurlegt að vita til þess, í þessu allsnægtarsamfélagi sem við búum í, að það sé þannig staða hjá fólki að þetta þurfi að koma upp. Það er ekki allt saman leyst í kjarasamningur. Ríki og sveitarfélög bera töluverða ábyrgð á velferð fólks í landinu. Þau verða að standa sína plikt í þessum efnum.“
Vinnumarkaður Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. 16. ágúst 2024 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent