Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 12:35 Lögreglan segir mikilvægt að tilkynna ef ekið er á fólk enda séu áverkar ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is. Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að atvikið hafi átt sér stað á Vatnsendavegi við Ögurhvarf um þrjú leytið á miðvikudag. Stúlkan hafi gengið ásamt vinkonu sinni til vestur og yfir Vatnsendaveg þegar bifreið var ekið suður götuna og á stúlkuna. Stúlkan er sögð hafa hafnað á vélarhlíf bílsins og runnið síðan af henni. Ökumaðurinn hafi ekki skeytt neinu um það og ekið rakleiðis af vettvangi. Stúlkan hafi farið heim til sín og látið foreldra sína vita en þeir höfðu svo samband við lögreglu. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meiðsl stúlkunnar en lögreglan tekur sérstaklega fram að enginn ökumaður hafi séð ástæðu til þess að stoppa og athuga líðan hennar þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að ganga úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið við uppákomur sem þessar. Sömuleiðis sé áríðandi að tilkynna mál til lögreglu, ekki síst því ákverkar séu ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is.
Kópavogur Lögreglumál Bílar Samgönguslys Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira