Ótrúleg 34 skota vítakeppni í slag Íslendingaliða Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:34 Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Kenneth Taylor í leiknum ótrúlega við Ajax í kvöld. Getty/Patrick Goosen Sumir leikmenn þurftu að taka tvær vítaspyrnur, svo löng var vítaspyrnukeppnin á milli Ajax og Panathinaikos í Amsterdam í kvöld þegar Ajax komst áfram í umspil Evrópudeildarinnar í fótbolta. Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Panathinaikos vann leikinn 1-0 en Ajax hafði unnið 1-0 útisigur í fyrri leiknum og því fór leikurinn í framlengingu, og svo vítaspyrnukeppni. Hvort lið tók 17 spyrnur í vítaspyrnukeppninni, sem þýðir jafnframt að sex leikmenn úr hvoru liði þurftu að taka tvær spyrnur. Það var þó alls ekki þannig að liðin nýttu allar spyrnurnar. Sverrir Ingi Ingason tók eina af spyrnum Panathinaikos en náði ekki að skora, og alls fóru sex spyrnur Panathinaikos forgörðum en aðeins fimm hjá Ajax. Reyndar klúðraði sami maður, Brian Brobbey, tveimur vítum fyrir Ajax en það kom ekki að sök. Kristian gat því fagnað sigri en hann var á varamannabekk Ajax allan tímann og því ekki einn af þeim sem tóku víti. Ajax mætir Jagiellonia Białystok frá Póllandi í umspili Evrópudeildarinnar. Þrjú víti nýtt í Ostrava Vítaspyrnukeppnin í Amsterdam var því afar ólík vítakeppninni í Ostrava í Tékklandi þar sem heimamenn í Baník mættu FC Kaupmannahöfn í Sambandsdeildinni. Orri Steinn Óskarsson og félagar fögnuðu sigri eftir vítakeppnina en heimamenn nýttu aðeins eina af fimm spyrnum, og FCK tvær af fjórum. Orri tók fyrsta víti FCK en náði ekki að nýta það, en það skipti á endanum engu máli. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk FCK. FCK mætir Kilmarnock frá Skotlandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Landsliðsbakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir sitt nýja lið Noah frá Armeníu sem gerði sér lítið fyrir og sló út AEK Aþenu, með 1-0 útisigri í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Armeníu í síðustu viku. Noah mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í umspili Sambandsdeildarinnar. Andri Fannar, Eggert og Andri Lucas áfram Líkt og Ajax er sænska liðið Elfsborg komið í umspil Evrópudeildarinnar en liðið vann 2-0 heimasigur gegn Rijeka í dag, og þar með einvígið 3-1. Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson urðu að gera sér að góðu að sitja á varamannabekk Elfsborg allan leikinn. Elfsborg mætir Molde frá Noregi í umspilinu. Í Sambandsdeild Evrópu komst svo Gent, lið Andra Lucasar Guðjohnsen, áfram í umspilið líkt og Víkingar fyrr í dag. Gent sló út Silkeborg eftir framlengdan leik í Belgíu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á 118. mínútu og leikurinn endaði 3-2, og einvígið 5-4. Gent mætir Partizan frá Serbíu í umspilinu. Panathinaikos fær einnig að spila í umspili Sambandsdeildarinnar og mætir þar franska liðinu Lens í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira