Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 14:01 Gæsluvarðhald yfir umhverfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt fram í september. Vísir Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar. Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk í síðasta mánuði í tengslum við alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út árið 2012 af Interpol vegna aðildar hans að árás á japanskan hvalveiðibát árið 2012. Grænlenska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni þar í landi að framlengingin sé til að tryggja það að hann yfirgefi ekki landið þar til dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um hvort hann skuli framselja til Japans. Segir málið pólitískt Samkvæmt fréttaflutningi miðilsins Sermitsiaq kom það fram í dómsal í dag að Paul Watson hefði áður verið handtekinn í Þýskalandi og flúið land í kjölfar þess að hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi til að forðast mögulegt framsal. Þar kemur jafnframt fram að verjandi Watsons, hann Jonas Christoffersen, haldi því fram að málið sé pólitísks eðlis. „Eðli málsins er pólitískt og Japan er að misnota Grænland til að halda Watson bak við lás og slá,“ er haft eftir honum. „Ég er algjörlega saklaus. Japan vill hefna sín,“ er haft eftir Watson sjálfum. Kærir gæsluvarðhaldið til landsréttar Paul Watson hefur kært framlenginguna á gæsluvarðhaldi til landsréttar Grænlands. Hann var að sögn grænlenska ríkisútvarpsins á leið sinni til Kyrrahafsins eftir norðvesturleiðinni og kom við í Nuuk til að fylla á eldsneytisbirgðir sínar.
Hvalir Umhverfismál Tengdar fréttir Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31. júlí 2024 14:07
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37