Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 06:32 Raygun bauð án efa upp á mjög óhefðbundnar æfingar í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Elsa Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira