SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 10:29 Fjölskyldur mótmælenda sem voru handteknir eftir kosningarnar í Venesúela komu saman í Caracas í síðustu viku. SÞ segja að þeir handteknu fái ekki að velja sér lögmann eða hafa samband við fjölskyldu. Í sumum tilfellum væri rétt að tala um að mótmælendur hafi verið látnir hverfa. AP/Matías Delacroix Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29