SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 10:29 Fjölskyldur mótmælenda sem voru handteknir eftir kosningarnar í Venesúela komu saman í Caracas í síðustu viku. SÞ segja að þeir handteknu fái ekki að velja sér lögmann eða hafa samband við fjölskyldu. Í sumum tilfellum væri rétt að tala um að mótmælendur hafi verið látnir hverfa. AP/Matías Delacroix Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29