Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleg vistaskipti hollenska miðvarðarins sem spilaði undir stjórn Erik Ten Hag, núverandi þjálfara Man United, þegar hann var hjá Ajax.
Manchester United have signed Matthijs de Ligt, subject to registration. The Netherlands international has signed a contract until June 2029, with the option to extend for a further year. pic.twitter.com/Xcrte0AFlt
— Andy Mitten (@AndyMitten) August 13, 2024
Hinn 25 ára gamli De Ligt var ungur að árum orðinn lykilmaður hjá Ajax. Hann fór til Juventus árið 2019 en var seldur þaðan til Bayern München þar sem ítalska félagið var í fjárhagsvandræðum. Hjá Bayern varð De Ligt meistari tímabilið 2022-23 en hann varð einnig meistari með Ajax og Juventus þar áður.
Hann skrifar undir samning á Englandi til ársins 2029 með möguleika á eins árs framlengingu. Ekki kemur fram hvað Man United borgar fyrir kappann en talið er að verðmiðinn sé í kringum 40 milljónir punda eða um sjö milljarðar íslenskra króna.
Noussair is a Red! 🔴
— Manchester United (@ManUtd) August 13, 2024
Morocco international Noussair Mazraoui has completed a move from Bayern Munich to United 🙌#MUFC
Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Man United í dag en bakvörðurinn Mazraoui var einnig kynntur til leiks í dag. Þessi 26 ára gamli leikmaður skrifar undir samning til ársins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu.
Fréttin hefur verið uppfærð.