Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Magnús Valdimarsson er oftast þekktur sem Maggi Mix. Vísir/Arnar Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi. Tónlist Gervigreind Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira
Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi.
Tónlist Gervigreind Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira