Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Magnús Valdimarsson er oftast þekktur sem Maggi Mix. Vísir/Arnar Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi. Tónlist Gervigreind Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi.
Tónlist Gervigreind Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira