„Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 11:30 Friðrik Ómar Hjörleifsson birti einlæga færslu um hinsegin vegferð sína á Instagram. Vísir/Vilhelm „Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð,“ skrifar ástsæli tónlistarmaðurinn og skemmtikrafturinn Friðrik Ómar Hjörleifsson í einlægri og hjartnæmri færslu á Instagram. Færsluna birti Friðrik Ómar á laugardaginn ásamt mynd af sér frá æskuheimili sínu. Þar skrifar hann: „Það er vel við hæfi að líta um öxl og birta mynd við Hjarðarslóð 4d á Dalvík þar sem ég bjó frá sjö ára til tvítugs. Þarna mótaðist maður. Það hefur að langmestu leyti verið frábært að vera hommi. Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég hefði sennilega komið fyrr út ef ég hefði búið í borginni. Hver veit? En umfram allt vil ég að þið vitið að ég er eins og ég er og þið eruð það líka. Við erum öll hinsegin og alls konar en fyrst og fremst manneskjur. Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð heldur fá að hvíla í friði í okkur sjálfum meðan við erum á lífi, bera höfuðið hátt, vera hugrökk og fylgja hjartanu. Það á ekkert og engin að standa í vegi fyrir því. Það er mikilvægt að minna á starf Samtakanna ‘78 fyrir þá sem þurfa stuðning, fræðslu eða bara taka samtalið. Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og við munum ALDREI gefast upp. Gleðilega hinsegin daga elsku bræður, systur og allskonar fólk. Við erum lang flottust!“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik Ómar skein skært í Gleðigöngunni á laugardag þar sem hann gekk með góðum vini sínum Sigga Gunnars. Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brostu breitt.Viktor Freyr/Vísir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Færsluna birti Friðrik Ómar á laugardaginn ásamt mynd af sér frá æskuheimili sínu. Þar skrifar hann: „Það er vel við hæfi að líta um öxl og birta mynd við Hjarðarslóð 4d á Dalvík þar sem ég bjó frá sjö ára til tvítugs. Þarna mótaðist maður. Það hefur að langmestu leyti verið frábært að vera hommi. Ég var orðinn 16 ára þegar ég vissi það en kom í raun ekki út af alvöru fyrr en 10 árum síðar. Ég var bara ekki tilbúinn. Ég hefði sennilega komið fyrr út ef ég hefði búið í borginni. Hver veit? En umfram allt vil ég að þið vitið að ég er eins og ég er og þið eruð það líka. Við erum öll hinsegin og alls konar en fyrst og fremst manneskjur. Við eigum ekki bara að hvíla í friði þegar við erum dauð heldur fá að hvíla í friði í okkur sjálfum meðan við erum á lífi, bera höfuðið hátt, vera hugrökk og fylgja hjartanu. Það á ekkert og engin að standa í vegi fyrir því. Það er mikilvægt að minna á starf Samtakanna ‘78 fyrir þá sem þurfa stuðning, fræðslu eða bara taka samtalið. Ég vona að þau ykkar sem eru hinsegin en hafa ekki tekið skrefið finni kjark og þor sem fyrst til að lifa í frelsi og að hátíð eins og Hinsegin dagar fylli ykkur af eldmóð. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og við munum ALDREI gefast upp. Gleðilega hinsegin daga elsku bræður, systur og allskonar fólk. Við erum lang flottust!“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik Ómar skein skært í Gleðigöngunni á laugardag þar sem hann gekk með góðum vini sínum Sigga Gunnars. Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brostu breitt.Viktor Freyr/Vísir
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira