Orri Steinn fór meiddur af velli undir lok leiks Sønderjyske og FCK í kvöld og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn, en Orri gat ekki gengið sjálfur af velli.
Neestrup viðurkenndi að það hefði farið um alla á bekk FCK þegar Orri Steinn meiddist en liðið hefur verið nokkuð óheppið með meiðsli undanfarin misseri og þá sagði hann að framherjinn ungi væri mjög mikilvægur liðinu.
„Ég er ánægður með hvernig þetta fór hjá Orra. Það lítur út fyrir að þetta sé ekkert alvarlegt. En það fór hrollur um okkur öll. Við eigum okkur meiðslasögu og þessi ungi maður er mikilvægur okkar liði og sýndi það í dag.“
Eins og sjá má á meðfylgjandi færslu af Twitter-síðu FCK stóð Orri teinréttur í lok leiks en þó með væna kælingu á hnénu.
⚽️⚽️🌊
— F.C. København (@FCKobenhavn) August 11, 2024
De første tre point i den nye trøje☑️#fcklive #sldk pic.twitter.com/RF0DqMULmI