Körfubolti

Yfir­burðir Banda­ríkjanna halda á­fram en tæpt var það

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Bandaríkjanna fagna í leikslok
Leikmenn Bandaríkjanna fagna í leikslok vísir/Getty

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann sín áttundu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í röð í dag þegar liðið lagði Frakkland með minnsta mun í spennuleik, 67-66.

Leikurinn í dag var engin skotsýning og engu líkara en bandaríska liðið væri fast í lága drifinu. Jafnt var á öllum tölum í hálfleik, 25-25. Heimakonur byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og náðu upp tíu stiga forskoti, 35-25 en tveir þristar frá Kelsey Plum breyttu stöðunni í 35-33.

Eftir það var leikurinn í járnum þar sem liðið skiptust á að leiða með örfáum stigum. Bandaríkin náðu mest fjögurra stiga forskoti í lokin en Gabby Williams setti þrist þegar fimm sekúndur voru eftir og staðan 65-64. Kahleah Copper fór þá á vítalínuna og setti bæði með þrjár sekúndur á klukkunni og tíminn hlaupinn frá Frökkum

Það var þó ekki síst frammistaða A'ja Wilson sem skóp sigur Bandaríkjanna í dag en hún skilaði 21 stigi, 13 fráköstum og fjórum vörðum skotum.

Frakkar munu eflaust naga sig í handabökin í kvöld yfir lélegri skotnýtingu fyrir utan þriggjastiga línu. Liðið skaut 36 þristum en aðeins sjö þeirra rötuðu niður. Þá fór bandaríska liðið ansi oft á vítalínuna eða 27 sinnum, sem er það mesta sem eitt lið hefur tekið af vítum í úrslitaleik Ólympíuleikanna.

Þetta var eins og áður sagði átti sigur Bandaríkjanna í úrslitaleik Ólympíuleikanna í röð, og sá tíundi alls. Liðið hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikunum í 32 ár og hefur unnið 61 leik í röð.

Bam Adebayo og LeBron James létu sig ekki vanta, og LeBron mætti með gullið. Carmelo Anthony var að sjálfsögðu líka á staðnumvísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×