Þyki málið miður og til greina komi að breyta gönguleið Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 22:41 Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir til greina koma að breyta leið Gleðigöngunnar. Hinsegin dagar - Aðsend Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra. „Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“ Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent