Allt fallið í ljúfa löð hjá Bogdanovic og Melo Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 23:16 Bogdanovic og Melo léttir í leikslok FIBA Bogdan Bogdanović, leikmaður Serbíu á Ólympíuleikunum, náði að hrista hressilega upp í fjölmörgum stuðningsmönnum Bandaríkjanna þegar liðin áttust við í undanúrslitum leikanna. Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira