„Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. ágúst 2024 16:34 John Andrews á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz John Andrews, þjálfari Víkings, var hæstánægður eftir 1-2 sigur síns liðs á Keflavík á HS Orku vellinum í dag í Bestu deild kvenna. „Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“ Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er ánægður með úrslitin. Mjög erfiður heimavöllur til að koma á, þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. En við erum einnig að berjast fyrir lífi okkar í deildinni, við erum að reyna að koma okkur ofar í töfluna. Við ætlum að ýta og ýta og koma okkur hærra upp og þetta var stórt skref. Það er stórt að koma til Keflavíkur og sigra.“ John Andrews var afar sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila sinn besta leik. „Mér fannst við vera frábær í dag. Maður getur ekki alltaf planað leiki og sagt að við ætlum að spila okkar besta bolta og gera hitt og þetta. Það sem við gerðum er að við lögðum mikið á okkur og börðumst í þessum fyrri hálfleik. Svo skorum við í þeim síðari og undirbúum okkur fyrir lokakaflann.“ „Við vissum að Keflavík myndi reyna á lokakaflanum, þess vegna settum við Svanhildi og Huldu inn á. Þetta var gott mark hjá þeim en ég vissi að við myndum klára þetta þar sem við vorum með stjórnina.“ Keflavík skoraði mark á 88. mínútu og hleypti það mikilli spennu inn í leikinn á lokamínútunum. Hvernig var hjartslátturinn á bekknum hjá Víkingi á lokamínútunum? „Hann var bara allt í lagi. Ég hef svo mikla trú á þessum leikmönnum, við verðum ekki stressuð, það hefur verið þannig í fimm ár. Við horfum ekki á úrslit heldur frammistöður. Það sást til dæmis í því að við héldum áfram að spila út frá marki undir lokin þrátt fyrir pressuna sem við fengum á okkur. Ég er bara svo stoltur af mínu liði.“ John Andrews vill að sitt lið haldi áfram að eflast og gera sitt besta það sem eftir lifi tímabils og gefi ekkert eftir. Hann telur það mikilvægara heldur en lokaniðurstaðan að tímabilinu loknu. „Stöðulega séð gæti mér ekki verið meira sama, ef ég á að vera hreinskilin. Svo lengi sem við endum í efri hlutanum þá er það mjög vel gert hjá liðinu. Við viljum ná í eins mörg stig og við getum, ég veit að þetta er algjör klisja, en við viljum ekki sitja með fólkinu okkar og segja að við gáfum frá okkur þennan eða hinn leikinn frá okkur. Við erum bara ekki þannig, það er ekki okkar karakter.“ „Við verðum að gefa hundrað prósent og fara á fulla ferð í öllum leikjum. Ég hef ekki hugmynd hvar við munum enda en við munum reyna að enda eins ofarlega og við getum.“
Fótbolti Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira