Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 2-2 | Stjarnan bjargaði stigi undir lokin Atli Arason skrifar 11. ágúst 2024 18:30 Breiðablik - Stjarnan Besta deild karla Sumar 2024 Stjarnan tók á móti Breiðabliki í fjörugum leik í Bestu deild karla í kvöld. Að meðaltali eru skoruð þrjú mörk þegar þessi lið mætast og það hækkaði í kvöld en liðið skildu að lokum jöfn, 2-2. Það var nóg af umdeildum atriðum í þessum leik en heimamenn gerðu snemma tilkall til vítaspyrnu í fyrstu hornspyrnu leiksins, þegar Örvar Logi fellur innan vítateigs. Aftur vildu Stjörnumenn fá vítaspyrnu þegar Kjartan Már lá í vítateignum eftir samstuð við Andra Rafn Yeoman en ekkert dæmt. Allt er þó þegar þrennt er því Sigurður Hjörtur benti á punktinn á 38. mínútu þegar að boltinn fór í höndina á Davíð Ingvarssyni. Emil Atlason fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sem þýddi að heimamenn leiddu í hálfleik. Blikar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og náðu að snúa leiknum sér í vil. Fyrst var það Viktor Karl sem jafnaði leikinn eftir undirbúning Davíðs Ingvarssonar af vinstri vængnum á 54. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fullkomnaði endurkomuna á 78. mínútu og þá aftur eftir undirbúning Davíðs. Þegar allt virtist stefna í sigur Breiðabliks þá mætti varamaðurinn Haukur Örn Brink og jafnaði leikinn á ný með snotru marki eftir laglegt samspil Stjörnumanna. Fór því svo að lokum að niðurstaðan varð 2-2. Atvik leiksins Vítaspyrnudómurinn á 38. mínútu verður sennilega það atvik sem talað verður mest um eftir þennan leik. Davíð fær boltann í höndina þegar að hann liggur í jörðinni eftir að hafa glímt við andstæðing sinn í teignum. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson er stjarna þessa leiks eftir að hafa lagt upp bæði mörk Breiðabliks. Vinstri vængur Blika var sífellt að ógna í þessum leik. Örvar Eggertsson mun sennilega sofna seint í nótt eftir að hann klúðraði dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Breiðabliks á 64. mínútu en leyfði Kristni Jónssyni að hlaupa sig upp og hirða af sér boltann. Dómgæsla Leikurinn var yfirleitt hraður og líflegur og sennilega erfiður að dæma. Samt sem áður þá komast Sigurður Hjörtur og hans aðstoðarmenn ekkert sérstaklega vel frá leiknum. Margir dómar sem hægt var að setja spurningarmerki við. Þrír af tíu. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar á Samsung vellinum eins og oft áður. Þéttsetin stúka með rúmlega 900 manns og veðrið var ekki að skemma fyrir. Viðtöl Jökull um dómgæsluna: „Í allra besta falli mjög vafasöm“ Jökull Elísabetarson, þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld „[Úrslitin eru] nokkuð eðlileg miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Ég er aðallega ánægður með Stjörnuliðið og Stjörnuhópinn. Það var góður andi og góð stjórn á leiknum. Við bjuggumst við því að Blikarnir myndu koma óvenju passíft inn í þennan leik og myndu ekki gera margar tilraunir til að pressa. Okkur leið mjög vel með það.“ „Þegar þeir byrja svo að pressa í síðari hálfleik þá er þetta jafnari leikur. Það var svekkjandi að missa þetta niður og það var algjör óþarfi. Við gátum alveg haldið betur í boltann í seinni hálfleik en heilt yfir er ég mjög ánægður með liði,“ sagði Jökull í viðtali við Vísi eftir leik. „[Leikplanið] var að hafa stjórn á leiknum og njóta þess að spila fótbolta. Við ætluðum að pressa þá stíft og við gerðum það vel. Svo ætluðum við að finna svæðin sem myndast, þeir ákvöðu að reyna að hafa þau svæði frekar aftarlega hjá okkur og það er alltaf erfitt. Það truflaði okkur samt ekki neitt. Þegar þessi hópur [Stjarnan] hefur gaman að því að spila fótbolta, þá skiptir engu máli hvort lið pakki, pressi eða hvað sem er. Við vissum að við myndum ná að brjóta þá, sem við gerðum. Það sem var mest svekkjandi var að missa það niður.“ „Það er erfitt að átta sig á því. Ég á eftir að skoða þessi mörk aftur en seinna markið var kannski taktískt verra. Fyrra markið var skyndisókn eftir vafasamt atriði hinu megin á vellinum. Maður er alltaf ósáttur við að fá á sig mörk en maður á eftir að rýna aðeins betur í það,“ svaraði Jökull, aðspurður út í mörkin sem Stjarnan fékk á sig. Dómgæslan var mikið á milli tannana hjá flestum viðstöddum á Samsung-vellinum í kvöld. Jökull var ekki hrifinn. „Mér fannst hún í allra besta falli mjög vafasöm. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvað gekk á. Ég er ekki með nákvæma tölu á því en það var eitthvað í kringum átta gul spjöld sem eru alveg óskiljanleg og lítið samræmi þar á milli. Þetta var vafasamt, ég bara skil þetta ekki“ Stjarnan er áfram í sjöunda sæti deildarinnar og framundan er mikilvægur leikur við KA, sem er einu stigi á eftir Stjörnunni. „Sá leikur verður öðruvísi og gegn öðruvísi liði. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með þetta hugarfar í þann leik, þá hef ég engar áhyggjur. Aðalatriðið verður að eiga góða viku saman og undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að lokum. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan
Stjarnan tók á móti Breiðabliki í fjörugum leik í Bestu deild karla í kvöld. Að meðaltali eru skoruð þrjú mörk þegar þessi lið mætast og það hækkaði í kvöld en liðið skildu að lokum jöfn, 2-2. Það var nóg af umdeildum atriðum í þessum leik en heimamenn gerðu snemma tilkall til vítaspyrnu í fyrstu hornspyrnu leiksins, þegar Örvar Logi fellur innan vítateigs. Aftur vildu Stjörnumenn fá vítaspyrnu þegar Kjartan Már lá í vítateignum eftir samstuð við Andra Rafn Yeoman en ekkert dæmt. Allt er þó þegar þrennt er því Sigurður Hjörtur benti á punktinn á 38. mínútu þegar að boltinn fór í höndina á Davíð Ingvarssyni. Emil Atlason fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sem þýddi að heimamenn leiddu í hálfleik. Blikar komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og náðu að snúa leiknum sér í vil. Fyrst var það Viktor Karl sem jafnaði leikinn eftir undirbúning Davíðs Ingvarssonar af vinstri vængnum á 54. mínútu. Ísak Snær Þorvaldsson fullkomnaði endurkomuna á 78. mínútu og þá aftur eftir undirbúning Davíðs. Þegar allt virtist stefna í sigur Breiðabliks þá mætti varamaðurinn Haukur Örn Brink og jafnaði leikinn á ný með snotru marki eftir laglegt samspil Stjörnumanna. Fór því svo að lokum að niðurstaðan varð 2-2. Atvik leiksins Vítaspyrnudómurinn á 38. mínútu verður sennilega það atvik sem talað verður mest um eftir þennan leik. Davíð fær boltann í höndina þegar að hann liggur í jörðinni eftir að hafa glímt við andstæðing sinn í teignum. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson er stjarna þessa leiks eftir að hafa lagt upp bæði mörk Breiðabliks. Vinstri vængur Blika var sífellt að ógna í þessum leik. Örvar Eggertsson mun sennilega sofna seint í nótt eftir að hann klúðraði dauðafæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Breiðabliks á 64. mínútu en leyfði Kristni Jónssyni að hlaupa sig upp og hirða af sér boltann. Dómgæsla Leikurinn var yfirleitt hraður og líflegur og sennilega erfiður að dæma. Samt sem áður þá komast Sigurður Hjörtur og hans aðstoðarmenn ekkert sérstaklega vel frá leiknum. Margir dómar sem hægt var að setja spurningarmerki við. Þrír af tíu. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar á Samsung vellinum eins og oft áður. Þéttsetin stúka með rúmlega 900 manns og veðrið var ekki að skemma fyrir. Viðtöl Jökull um dómgæsluna: „Í allra besta falli mjög vafasöm“ Jökull Elísabetarson, þjálfari StjörnunnarVísir/Pawel Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld „[Úrslitin eru] nokkuð eðlileg miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Ég er aðallega ánægður með Stjörnuliðið og Stjörnuhópinn. Það var góður andi og góð stjórn á leiknum. Við bjuggumst við því að Blikarnir myndu koma óvenju passíft inn í þennan leik og myndu ekki gera margar tilraunir til að pressa. Okkur leið mjög vel með það.“ „Þegar þeir byrja svo að pressa í síðari hálfleik þá er þetta jafnari leikur. Það var svekkjandi að missa þetta niður og það var algjör óþarfi. Við gátum alveg haldið betur í boltann í seinni hálfleik en heilt yfir er ég mjög ánægður með liði,“ sagði Jökull í viðtali við Vísi eftir leik. „[Leikplanið] var að hafa stjórn á leiknum og njóta þess að spila fótbolta. Við ætluðum að pressa þá stíft og við gerðum það vel. Svo ætluðum við að finna svæðin sem myndast, þeir ákvöðu að reyna að hafa þau svæði frekar aftarlega hjá okkur og það er alltaf erfitt. Það truflaði okkur samt ekki neitt. Þegar þessi hópur [Stjarnan] hefur gaman að því að spila fótbolta, þá skiptir engu máli hvort lið pakki, pressi eða hvað sem er. Við vissum að við myndum ná að brjóta þá, sem við gerðum. Það sem var mest svekkjandi var að missa það niður.“ „Það er erfitt að átta sig á því. Ég á eftir að skoða þessi mörk aftur en seinna markið var kannski taktískt verra. Fyrra markið var skyndisókn eftir vafasamt atriði hinu megin á vellinum. Maður er alltaf ósáttur við að fá á sig mörk en maður á eftir að rýna aðeins betur í það,“ svaraði Jökull, aðspurður út í mörkin sem Stjarnan fékk á sig. Dómgæslan var mikið á milli tannana hjá flestum viðstöddum á Samsung-vellinum í kvöld. Jökull var ekki hrifinn. „Mér fannst hún í allra besta falli mjög vafasöm. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvað gekk á. Ég er ekki með nákvæma tölu á því en það var eitthvað í kringum átta gul spjöld sem eru alveg óskiljanleg og lítið samræmi þar á milli. Þetta var vafasamt, ég bara skil þetta ekki“ Stjarnan er áfram í sjöunda sæti deildarinnar og framundan er mikilvægur leikur við KA, sem er einu stigi á eftir Stjörnunni. „Sá leikur verður öðruvísi og gegn öðruvísi liði. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með þetta hugarfar í þann leik, þá hef ég engar áhyggjur. Aðalatriðið verður að eiga góða viku saman og undirbúa okkur fyrir það,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti