Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 12:42 Dómararnir voru ekki hrifnir af tilburðum Rayguns í breikdansinum. getty/Ezra Shaw Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu. Raygun fékk nefnilega ekki eitt einasta stig frá dómurunum í keppni gærdagsins og tapaði öllum þremur viðureignum sínum en tilburðir hennar vöktu samt mikla athygli. Myndbönd af æfingum Rayguns fóru meðal annars sem eldur í sinu um netheima. what the husband in anatomy of a fall was doing before he fell off the roof pic.twitter.com/2zbulkFhdc— Cris ✨ (@lionesspike) August 9, 2024 Í hinu daglega lífi er Raygun 36 ára prófessor og kennir við háskóla í Sydney. Hún er líka breikdansari og keppti á Ólympíuleikunum í gær. Þrátt fyrir að atriðið hafi fengið dræmar undirtektir dómaranna gekk Raygun sátt frá borði. „Sköpunargleði er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég stíg á stokk og sýni list mína. Stundum höfðar það til dómaranna en stundum ekki. Ég geri mitt og það er list. Um það snýst þetta,“ sagði Raygun sem viðurkenndi að hún myndi aldrei ná að skáka hinum keppendunum með íþróttamennsku, enda mun eldri en flestir þeirra, og reyndi því frekar að vera frjó í hugsun og æfingum sínum. Ami Yuasa frá Japan varð hlutskörpust í breikdansinum í gær og vann gullið eftir sigur á Dominiku Banevic (Nicka) frá Litáen. Úrslitin í karlaflokki fara fram í dag. Ljóst er að breikdans verður ekki með þátttökugreina á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028 og óvíst hvort íþróttin muni snúa aftur á þetta stærsta svið íþróttanna. Dans Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Sjá meira
Raygun fékk nefnilega ekki eitt einasta stig frá dómurunum í keppni gærdagsins og tapaði öllum þremur viðureignum sínum en tilburðir hennar vöktu samt mikla athygli. Myndbönd af æfingum Rayguns fóru meðal annars sem eldur í sinu um netheima. what the husband in anatomy of a fall was doing before he fell off the roof pic.twitter.com/2zbulkFhdc— Cris ✨ (@lionesspike) August 9, 2024 Í hinu daglega lífi er Raygun 36 ára prófessor og kennir við háskóla í Sydney. Hún er líka breikdansari og keppti á Ólympíuleikunum í gær. Þrátt fyrir að atriðið hafi fengið dræmar undirtektir dómaranna gekk Raygun sátt frá borði. „Sköpunargleði er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég stíg á stokk og sýni list mína. Stundum höfðar það til dómaranna en stundum ekki. Ég geri mitt og það er list. Um það snýst þetta,“ sagði Raygun sem viðurkenndi að hún myndi aldrei ná að skáka hinum keppendunum með íþróttamennsku, enda mun eldri en flestir þeirra, og reyndi því frekar að vera frjó í hugsun og æfingum sínum. Ami Yuasa frá Japan varð hlutskörpust í breikdansinum í gær og vann gullið eftir sigur á Dominiku Banevic (Nicka) frá Litáen. Úrslitin í karlaflokki fara fram í dag. Ljóst er að breikdans verður ekki með þátttökugreina á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028 og óvíst hvort íþróttin muni snúa aftur á þetta stærsta svið íþróttanna.
Dans Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Sjá meira