Fékk núll í einkunn í dýfingakeppninni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Alison Gibson tók þátt í keppni á 3 metra bretti á Ólympíuleikunum í París. Vísir/Getty Dýfingakeppni Ólympíuleikanna vekur alltaf töluverða athygli fyrir ótrúleg tilþrif keppenda. Stökk hinnar bandarísku Alison Gibson vakti hins vegar athygli fyrir hið andstæða. Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Dýfingakeppni Ólympíuleikanna er í fullum gangi og hafa frábær tilþrif verið sýnd á leikunum í París. Líkt og svo oft áður hafa Kínverjar verið sigursælir og hafa alls unnið sex gull til þessa í dýfingakeppnum beggja kynja. Hin bandaríska Alison Gibson var ein af þátttakendunum en hún var að taka þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum. Þátttaka Gibson fór hins vegar ekki eins og hún áætlaði. Í fyrsta stökkinu rak hún fæturna í brettið og lenti frekar vandræðalega. Einkunn hennar fyrir stökkið var núll en Gibson slasaðist þó ekki alvarlega. OUCH 😬A tough moment for Alison Gibson as her feet strike the board on the way down. #Paris2024 #Olympics pic.twitter.com/jdXFwTKcVh— Eurosport (@eurosport) August 7, 2024 „Ég rak hælana og fæturna í brettið. Ég er með skurði á hliðunum og gott mar á hælnum en ég var ákveðin í að halda áfram,“ sagði Gibson en hún hafnaði í síðasta sæti undankeppninnar og komst því ekki áfram. Gibson tók þátt í leikunum í Tokyo árið 2021 og endaði þá í síðasta sæti í samhæfðum dýfingum af bretti. Hún íhugaði þá að hætta keppni. „Eitt sem ég get sagt er að ég vona að allir sem eru að horfa hafi séð hvernig það lítur út þegar maður stendur upp og heldur áfram jafnvel þó hlutirnar hafi ekki farið eins og þú áætlaðir. Þetta snýst um baráttuna,“ sagði Gibson full af eldmóði.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira