Frakkar í úrslit eftir spennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 17:48 Ungstirnið Victor Wembanyama fagnar sigrinum. Vísir/Getty Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Þjóðverjum í spennuleik. Í kvöld ræðst hvort það verða Bandaríkjamenn eða Serbar sem mæta Frökkum í úrslitum. Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn og spennandi en Þjóðverjar byrjuðu betur og voru 25-18 yfir að loknum fyrsta leikhluta. Frakkar svöruðu þó og voru búnir að jafna metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 33-33. Í stöðunni 48-49 fyrir Þjóðaverja í þriðja leikhlutanum náðu Frakkar síðan góðu áhlaupi. Þeir komust í 56-50 undir lok þriðja leikhlutans og héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í lokafjórðungnum. Frakkar komust mest í 66-53 forystu og virtust vera að sigla beint í úrslitin. Þjóðverjar voru þó ekki á þeim buxunum. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og þegar 39 sekúndur voru eftir skoraði Franz Wagner þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í 70-68. Frakkar voru þó ískaldir á lokasekúndunum. Eftir að bæði lið höfðu sett sitthvort vítaskotið niður tókst Isaia Cordinier að skora úr tveimur vítum og koma muninum í tveggja körfu leik með aðeins sjö sekúndur á klukkunni. Það var of mikið fyrir Þjóðverja og Frakkar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum við mikinn fögnuð heimamanna í höllinni. ON EST EN FINALE DES JEUX OLYMPIQUES 🇫🇷Quel match, quelle victoire, merci les gars 🤩#TeamFranceBasket | #PassionnémentBleu | #Paris2024 | #FRAGER pic.twitter.com/3MYqDZVkO3— Équipes de France de Basket (@FRABasketball) August 8, 2024 Yabusele Guerschon var stigahæstur Frakka í dag með 17 stig auk þess að taka 7 fráköst. Stórstjarnan Victor Wembanyama skoraði 11 stig en hann hitti illa í leiknum. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þegar Bandaríkjamenn og Serbar mætast.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum