Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:33 Sverrir segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið þessum skemmdum á bílnum. „Þetta eru ekki stórar skellur, kannski eins og hálf nögl á stærð, en þær eru á öllum bílnum,“ segir Sverrir. Vísir Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. „Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman. Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman.
Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira