Innlent

Ærin verk­efni fram­undan á þingi og voðaverki af­stýrt í Vín

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um komandi þingvetur og þau verkefni sem framundan eru. 

Hann segir að kapp verði lagt á að bæta meðferðarúrræði og stytta biðlista. 

Þá fjöllum við um ástandið í Vínarborg en lögreglan í Austurríki hefur handtekið tvo menn sem áformuðu hryðjuverk á fjölmennum tónleikum Taylor Swift í borginni. Tónleikunum var frestað og við heyrum í svekktum Íslendingum sem misstu af tækifærinu til að sjá stjörnuna.

Þá fjöllum við um skemmdarverk sem unnin voru á regnbogagötu í Hveragerði í nótt en bæjarstjórinn heitir því að lagfæra verkið og gera það enn stærra og bjartara.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um frammistöðu Ernu Sóleyjar Gunnarsdóttur á Ólympíuleikunum í París en hún keppti í kúluvarpi í morgun.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×