Ísland gæti kólnað þrátt fyrir hlýnun á heimsvísu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 15:43 Veðrið hefur ekki alltaf leikið við íbúa á suðvesturhorninu í sumar. vísir/vilhelm Undanfarið hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvernig standi á því að sumarið hafi verið svo alíslenskt í Reykjavík í ár og víðar fyrst hnötturinn okkar hlýnar. Til að mynda var heimshitamet slegið þann 22. júlí síðastliðinn og svo aftur daginn eftir en áhrifa þessarar hlýnunar virðist ekkert gæta hér á landi. Ástæðuna fyrir því gerir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að umfjöllunarefni sínu í nýrri grein sem birt var á vef Veðurstofunnar í dag. Hlýnun á heimsvísu en kólnun hér Þar kemur nefnilega fram að á síðustu árum hafi ítrekað gætt kólnunar á Norður-Atlantshafi á svæði suðvestan við Ísland. Á sama tíma og víða í Norður-Atlantshafi hlýnaði sjórinn umtalsvert kólnaði hann á stóru svæði í nágrenni við Íslandsstrendur. „Hvað veðurfar á Íslandi varðar er merkilegt að þrátt fyrir hnattræn hitamet héldu norðlægar áttir og svalsjór við Ísland hitanum hér á landi niðri. Stórkvarða breytingar í sjávarstraumum og sjávarhita á Norður Atlantshafi í framtíðinni gætu haft álíka hitaþróun í för með sér - að hnattrænnar hlýnunar gæti í minna mæli hér við land og á hluta Norður Atlantshafs, en þá hefði það líklega í för með sér ákafari hlýnun annarsstaðar,“ segir í greininni. Á myndinni að ofan frá Veðurstofunni sést að á þessum hnattræna hitametsdegi voru engin met slegin á Íslandi. Jafnframt sést að í Reykjavík hafi flestir dagar verið kaldari í sumar en að jöfnuði frá 2001 til 2020. Í greininni á vef Veðurstofunnar kemur fram að það loft sem berst til Íslands af hafi sé að meðaltali nærri yfirborðshita sjávar og fari það yfir óvenju kaldan sjó verði það kaldara en ella. Því þurfi að skoða sjávarhita vilji maður komast til botns í því hvers vegna sumarið hefur verið í kaldara lagi þetta árið. Hitafar á þessu svæði suðvestan við Ísland sveiflast milli ára og áratuga en í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kom út í nóvember 2023 kemur fram að þessi kólnun hafi verið rædd í samhengi við mögulegan samdrátt í veltihringrás Atlantshafsins (AMOC). Óstöðugleiki á veltihringrásinni AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. „Niðurstöður loftslagslíkana benda til þess að það dragi úr styrk hennar á öldinni, en lengi vel var talið mjög ólíklegt að hringrásin stöðvaðist algjörlega,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að rannsóknir síðustu ára hafi dregið úr vissu þessa mats og að í síðustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafi komið fram að „miðlungs vissa“ sé um það að hringrásin stöðvist ekki fyrir aldamótin næstu. „Líkur þess að AMOC stöðvist, eða það dragi hratt úr hringrásinni fer eftir hlýnun jarðar sem er háð losun gróðurhúsalofttegunda. Verði dregið hratt úr þeirri losun verða stórar breytingar á AMOC ólíklegri,“ segir í greininni. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Sjá meira
Ástæðuna fyrir því gerir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að umfjöllunarefni sínu í nýrri grein sem birt var á vef Veðurstofunnar í dag. Hlýnun á heimsvísu en kólnun hér Þar kemur nefnilega fram að á síðustu árum hafi ítrekað gætt kólnunar á Norður-Atlantshafi á svæði suðvestan við Ísland. Á sama tíma og víða í Norður-Atlantshafi hlýnaði sjórinn umtalsvert kólnaði hann á stóru svæði í nágrenni við Íslandsstrendur. „Hvað veðurfar á Íslandi varðar er merkilegt að þrátt fyrir hnattræn hitamet héldu norðlægar áttir og svalsjór við Ísland hitanum hér á landi niðri. Stórkvarða breytingar í sjávarstraumum og sjávarhita á Norður Atlantshafi í framtíðinni gætu haft álíka hitaþróun í för með sér - að hnattrænnar hlýnunar gæti í minna mæli hér við land og á hluta Norður Atlantshafs, en þá hefði það líklega í för með sér ákafari hlýnun annarsstaðar,“ segir í greininni. Á myndinni að ofan frá Veðurstofunni sést að á þessum hnattræna hitametsdegi voru engin met slegin á Íslandi. Jafnframt sést að í Reykjavík hafi flestir dagar verið kaldari í sumar en að jöfnuði frá 2001 til 2020. Í greininni á vef Veðurstofunnar kemur fram að það loft sem berst til Íslands af hafi sé að meðaltali nærri yfirborðshita sjávar og fari það yfir óvenju kaldan sjó verði það kaldara en ella. Því þurfi að skoða sjávarhita vilji maður komast til botns í því hvers vegna sumarið hefur verið í kaldara lagi þetta árið. Hitafar á þessu svæði suðvestan við Ísland sveiflast milli ára og áratuga en í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kom út í nóvember 2023 kemur fram að þessi kólnun hafi verið rædd í samhengi við mögulegan samdrátt í veltihringrás Atlantshafsins (AMOC). Óstöðugleiki á veltihringrásinni AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. „Niðurstöður loftslagslíkana benda til þess að það dragi úr styrk hennar á öldinni, en lengi vel var talið mjög ólíklegt að hringrásin stöðvaðist algjörlega,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að rannsóknir síðustu ára hafi dregið úr vissu þessa mats og að í síðustu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafi komið fram að „miðlungs vissa“ sé um það að hringrásin stöðvist ekki fyrir aldamótin næstu. „Líkur þess að AMOC stöðvist, eða það dragi hratt úr hringrásinni fer eftir hlýnun jarðar sem er háð losun gróðurhúsalofttegunda. Verði dregið hratt úr þeirri losun verða stórar breytingar á AMOC ólíklegri,“ segir í greininni.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56