Sport

Ólympíufarar selja gullsímana á Ebay

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fjöldi keppenda hefur nýtt símann til að taka sjálfsmynd með verðlaunum sínum, aðrir ákváðu hins vegar að selja hann.
Fjöldi keppenda hefur nýtt símann til að taka sjálfsmynd með verðlaunum sínum, aðrir ákváðu hins vegar að selja hann. samsung newsroom

Allir keppendur á Ólympíuleikunum fengu gefins gullhúðaðan Samsung síma og sumir þeirra reyna nú að selja sinn á Ebay fyrir meira en milljón króna.

Samsung er einn helsti styrktaraðili ÓL og gaf öllum 17.000 keppendunum gullhúðaðan síma. Margir keppendur sem hafa unnið til verðlauna hafa sést nota símann til að taka sjálfur á verðlaunapallinum.

Þegar leitað er að gullsímanum á Ebay má finna fjölda boða þar sem síminn er sagður ónotaður eða í nýlegu ástandi.

Uppboðið stendur í 2.550 dollurum sem jafngilda um 350.000 krónum. ebay

Einn keppandi auglýsir símann til sölu á 10.000 dollara í staðgreiðslu, sem jafngildir um 1,4 milljónum króna. Uppboðið verður opið fram á föstudag og stendur nú við fjórðung af staðgreiðsluverðinu. 

Samsung hefur ekki tjáð sig sérstaklega um málið, annað en að segja það ánægjuefni að Ólympíufarar sjáist með símann og það hafi leitt til söluaukningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×