Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga Eyjólfur Ármannsson skrifar 6. ágúst 2024 13:31 Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Skóla- og menntamál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Skipstjórnarnám á sér langa sögu á Íslandi. Frá 1891 til 2003 var skipstjórnarnámið í sjálfstæðum skóla. Saga skipstjórnarnáms á Íslandi hefst með stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík 1891 sem var hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Bygging Sjómannaskólans í Reykjavík var vígð 4. júní 1944 og var hluti af lýðveldisstofnuninni nokkrum dögum síðar. Sjómannaskólinn, byggingin, er helsta einkenni höfuðborgarinnar og eign sjómannastéttarinnar. Við undirbúning byggingarinnar á kreppuárunum var tekið fram að skólinn skyldi vera djarfmannleg auglýsing um þýðingu hinnar íslensku sjómannastéttar fyrir samfélagið. Sá andi og metnaður sem lá að baki byggingu skólans fyrir 80 árum virðist gjörsamlega á bak og burt. Í dag er námið í Tækniskóla Íslands og hluti af framhaldsskólanámi sem þar er boðið upp á. Að undanförnu hefur komið fram vaxandi óánægja með nám í skipstjórn í Tækniskólanum á meðal starfandi skipstjórnarmanna, nemenda, kennara og útgerða. Þessa óánægju ber að taka alvarlega. Félag skipstjórnarmanna hefur vísað til ofangreindrar óánægju og lagt fram skýrar tillögur um framtíð skipstjórnarnáms á Íslandi sem fela í sér að stórefla nám í skipstjórn og sjávarútvegstengdum greinum og leggur til að stofnaður verði skóli sjávarútvegs og siglinga. Skóli sjávarútvegs og siglinga yrði í húsi Sjómannaskólans sem yrði mennta- og þekkingarsetur sjávarútvegs á Íslandi. Menntun skipstjórnarmanna er að hluta til starfsnám sem verður að byggja á góðri sjómennsku. Sjómennska er reynslufag sem ekki verður lært í framhaldsskóla á aldrinum 16-19 ára. Mikilvægt er því að í skipstjórnarnámið sæki eldri nemendur sem hafa verið nokkur ár til sjós og öðlast þar góða sjóreynslu og eru tilbúnir að námi loknu að takast á við þá miklu ábyrgð sem skipstjórn fylgir. Einungis góður sjómaður getur orðið góður skipstjóri. Sérskóli tengdur atvinnugreininni er mun líklegri til að ná til eldri nemenda en skóli sem tekur á móti 16 ára nemendum eftir grunnskóla. Hér er um að ræða nám sem menntar fólk til að stjórna verðmætustu atvinnutækjum samfélagsins í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Verðmætasköpun atvinnugreinarinnar hefur verið og er ein helsta undirstaða velmegunar í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Án aðgerða gæti framtíðin orðið sú að farið verði að manna fiskiskipflotann með erlendum verktökum. Viljum við það? Til samanburðar má benda á að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er menntasetur landbúnaðarins og bænda í landinu. Íslenskir sjómenn og sjávarútvegur þurfa slíkt menntasetur. Í tillögum Félags skipstjórnarmanna er gert ráð fyrir námi í skipstjórn, vélstjórn, fisktækni, fiskeldi, slysavörnum, þróun veiðarfæra og nýsköpun í samvinnu við fyrirtæki innan greinarinnar. Ég skora á menntamálaráðherra og alla þá sem láta sig menntun í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar varða, og þá sérstaklega útgerðarmenn, að taka tillögur Félags skipstjórnarmanna til alvarlegrar skoðunar. Við þurfum að hefja umræðu um þetta mikilvæga mál. Með samvinnu getur orðið til skóli sem tryggir orðstír greinarinnar og þeirra sem innan hennar starfa. Sjávarútvegur á Íslandi dafnar einungis með vel menntuðum starfsmönnum. Mennt er máttur í sjávarútvegi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun