Skemmtistaðurinn 22 opnaður á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 10:41 Rekstrarstjórinn Magnea Fredriksen og skemmtanastýran Margrét Erla Maack. 22 Reykjavík Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki. Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét. Reykjavík Hinsegin Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét.
Reykjavík Hinsegin Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira