Margir urðu brekkunni að bráð Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2024 11:52 Fjölmargir lentu illa í því og runnu niður brekkuna í Herjólfsdal sem lítur alls ekki vel út eftir helgina. Vísir/Edda Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. Þjóðhátíð var fyrst haldin árið 1874 svo haldið upp á 150 ára afmæli í ár. Flestallar stærstu tónlistarstjörnur landsins stigu á svið í veðri sem fældi marga frá, átján metrar á sekúndu og rigning inn á milli. Dagskránni lauk ávallt klukkan fimm að morgni til og var þá fjöldi manna enn að dansa og skemmta sér. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir alla helgina hafa gengið frábærlega þrátt fyrir áskoranirnar sem veðrið bauð upp á. Jújú, það var gaman í Dalnum.Vísir/Viktor Freyr Það er mikilvægt að koma sér vel fyrir í brekkunni með sínu fólki. Pollabuxurnar voru fjölmargar í ár.Vísir/Viktor Freyr Bleiki liturinn var áberandi í dalnum í ár.Vísir/Viktor Freyr Þegar maður er fremst þá þarf maður að syngja með.Vísir/Viktor Freyr Færibandið, sem spilaði öll þrjú kvöldin á Þjóðhátíð, ásamt Daníel Ágústi.Vísir/Viktor Freyr „Þá held ég að við höfum bara náð að tækla þetta mjög vel og ég held það séu allir gestir, eða langlanglangflestir, mjög sáttir,“ segir Jónas. „Ég var að funda með lögreglunni og þeir sögðu að þetta væri með rólegri þjóðhátíðum sem þeir muna eftir.“ Herbert Guðmundsson væntanlega að biðja til veðurguðanna. Það gekk ekki alveg eftir.Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mætti á setningarathöfnina ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Hér eru þau með bæjarstjóranum sjálfum, Írisi Róbertsdóttur, sem stóð vaktina fyrr um daginn og smellti armböndum á gesti sem komu úr Herjólfi.Vísir/Viktor Freyr Vegna roksins þurftu margir að hverfa af tjaldsvæðum Heimaeyjar og leita inn í Herjólfshöllina sem var opnuð fyrir þeim sem áttu tjöld sem lentu illa í veðrinu. Vindurinn lék marga grátt um helgina, þar á meðal þessa girðingu.Vísir/Viktor Freyr Það má alveg hafa gaman þótt tjaldið falli saman.Vísir/Viktor Freyr Mörg tjöld urðu að lúta í lægra haldi fyrir rokinu.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór þarna nokkrum sinnum og var að spjalla við krakkana. Þau sögðust hafa það gott og það færi vel um þau. Þannig ég held að það hafi bara gengið vel,“ segir Jónas. @jennyworldstar 👍 #þjoðhatið ♬ Coconut Mall (From "Mario Kart Wii") - Arcade Player @siggo Stórt S/O á Bannað að tjalda skiltið💕 TJALDIÐ MITT!!! #fyp #islenskt #þjóðhátíð ♬ original sound - Siggo Það rigndi nánast allt sunnudagskvöldið og -nóttina. Brekkan varð að rennibraut og nokkrir þurftu að leita á slysadeild eftir að hafa runnið þar niður. Núna er varla grasstrá að sjá um miðja brekku en Jónas telur að hún muni jafna sig fyrir næsta ár. „Hún gerir það alltaf, ég hef engar áhyggjur af því. Ég held að núna eftir nokkrar vikur verði hún orðin alveg þokkaleg,“ segir Jónas. Hér sést vel hvaða leiðir voru sleipastar þegar fólk gekk um brekkuna á sunnudagskvöld. Bjarni Ólafur, kynnir hátíðarinnar, tók hana á mánudeginum eftir að hafa staðið vaktina með einstakri prýði um helgina.Bjarni Ólafur Fjöldi fólks reif upp símann þegar gestir voru að renna niður brekkuna og keppast við að birta myndbönd á samfélagsmiðlum. Einhverjir náðu að stöðva áður en þeir lentu á einhverjum en aðrir enduðu aftan á grunlausum gestum og þeir sem voru standandi enduðu margir hverjir kylliflatir eftir tæklingu frá þeim sem flugu niður brekkuna. @solveigrut Nokkur dúllukrútt að detta í brekkunni ♬ original sound - Solveig Rut @superultimetbros Brekkan var 🥵☔️#þjóðhátíð ♬ original sound - SÚPER ÚLTÍMET BRÓS @helena_s0 Dalurinn sigraði ♬ ÞJÓÐHÁTÍÐ REMIX BY TÓMAS INGI - Þjóðhátíð @ingasveins1717 #þjóðhátíð #vestmannaeyjar #fyrirþig #iceland #thedayafter ♬ Good Time - Owl City & Carly Rae Jepsen Þegar haldið var heim á ný eftir Þjóðhátíð voru einhverjir sem voru ekki búnir með bjórinn sinn. Sumir ákváðu að klára hann í Herjólfi á leiðinni heim á mánudeginum, líkt og þessi í myndbandinu hér fyrir neðan sem fór heim með ferjunni klukkan þrjú. Þá dugði ekki að drekka hann í rólegheitunum, heldur þurfti trektina til að skola honum niður sem fyrst. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Næturlíf Tengdar fréttir Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. 5. ágúst 2024 13:53 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þjóðhátíð var fyrst haldin árið 1874 svo haldið upp á 150 ára afmæli í ár. Flestallar stærstu tónlistarstjörnur landsins stigu á svið í veðri sem fældi marga frá, átján metrar á sekúndu og rigning inn á milli. Dagskránni lauk ávallt klukkan fimm að morgni til og var þá fjöldi manna enn að dansa og skemmta sér. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir alla helgina hafa gengið frábærlega þrátt fyrir áskoranirnar sem veðrið bauð upp á. Jújú, það var gaman í Dalnum.Vísir/Viktor Freyr Það er mikilvægt að koma sér vel fyrir í brekkunni með sínu fólki. Pollabuxurnar voru fjölmargar í ár.Vísir/Viktor Freyr Bleiki liturinn var áberandi í dalnum í ár.Vísir/Viktor Freyr Þegar maður er fremst þá þarf maður að syngja með.Vísir/Viktor Freyr Færibandið, sem spilaði öll þrjú kvöldin á Þjóðhátíð, ásamt Daníel Ágústi.Vísir/Viktor Freyr „Þá held ég að við höfum bara náð að tækla þetta mjög vel og ég held það séu allir gestir, eða langlanglangflestir, mjög sáttir,“ segir Jónas. „Ég var að funda með lögreglunni og þeir sögðu að þetta væri með rólegri þjóðhátíðum sem þeir muna eftir.“ Herbert Guðmundsson væntanlega að biðja til veðurguðanna. Það gekk ekki alveg eftir.Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mætti á setningarathöfnina ásamt eiginmanni sínum, Birni Skúlasyni. Hér eru þau með bæjarstjóranum sjálfum, Írisi Róbertsdóttur, sem stóð vaktina fyrr um daginn og smellti armböndum á gesti sem komu úr Herjólfi.Vísir/Viktor Freyr Vegna roksins þurftu margir að hverfa af tjaldsvæðum Heimaeyjar og leita inn í Herjólfshöllina sem var opnuð fyrir þeim sem áttu tjöld sem lentu illa í veðrinu. Vindurinn lék marga grátt um helgina, þar á meðal þessa girðingu.Vísir/Viktor Freyr Það má alveg hafa gaman þótt tjaldið falli saman.Vísir/Viktor Freyr Mörg tjöld urðu að lúta í lægra haldi fyrir rokinu.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór þarna nokkrum sinnum og var að spjalla við krakkana. Þau sögðust hafa það gott og það færi vel um þau. Þannig ég held að það hafi bara gengið vel,“ segir Jónas. @jennyworldstar 👍 #þjoðhatið ♬ Coconut Mall (From "Mario Kart Wii") - Arcade Player @siggo Stórt S/O á Bannað að tjalda skiltið💕 TJALDIÐ MITT!!! #fyp #islenskt #þjóðhátíð ♬ original sound - Siggo Það rigndi nánast allt sunnudagskvöldið og -nóttina. Brekkan varð að rennibraut og nokkrir þurftu að leita á slysadeild eftir að hafa runnið þar niður. Núna er varla grasstrá að sjá um miðja brekku en Jónas telur að hún muni jafna sig fyrir næsta ár. „Hún gerir það alltaf, ég hef engar áhyggjur af því. Ég held að núna eftir nokkrar vikur verði hún orðin alveg þokkaleg,“ segir Jónas. Hér sést vel hvaða leiðir voru sleipastar þegar fólk gekk um brekkuna á sunnudagskvöld. Bjarni Ólafur, kynnir hátíðarinnar, tók hana á mánudeginum eftir að hafa staðið vaktina með einstakri prýði um helgina.Bjarni Ólafur Fjöldi fólks reif upp símann þegar gestir voru að renna niður brekkuna og keppast við að birta myndbönd á samfélagsmiðlum. Einhverjir náðu að stöðva áður en þeir lentu á einhverjum en aðrir enduðu aftan á grunlausum gestum og þeir sem voru standandi enduðu margir hverjir kylliflatir eftir tæklingu frá þeim sem flugu niður brekkuna. @solveigrut Nokkur dúllukrútt að detta í brekkunni ♬ original sound - Solveig Rut @superultimetbros Brekkan var 🥵☔️#þjóðhátíð ♬ original sound - SÚPER ÚLTÍMET BRÓS @helena_s0 Dalurinn sigraði ♬ ÞJÓÐHÁTÍÐ REMIX BY TÓMAS INGI - Þjóðhátíð @ingasveins1717 #þjóðhátíð #vestmannaeyjar #fyrirþig #iceland #thedayafter ♬ Good Time - Owl City & Carly Rae Jepsen Þegar haldið var heim á ný eftir Þjóðhátíð voru einhverjir sem voru ekki búnir með bjórinn sinn. Sumir ákváðu að klára hann í Herjólfi á leiðinni heim á mánudeginum, líkt og þessi í myndbandinu hér fyrir neðan sem fór heim með ferjunni klukkan þrjú. Þá dugði ekki að drekka hann í rólegheitunum, heldur þurfti trektina til að skola honum niður sem fyrst.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Næturlíf Tengdar fréttir Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. 5. ágúst 2024 13:53 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. 5. ágúst 2024 13:53
Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. 5. ágúst 2024 16:47
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51