Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 10:29 Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hét stuðningsmönnum sínum því að fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga sem andæfa kosningaúrslitunum á laugardag. AP/Matias Delacroix Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa. Venesúela Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa.
Venesúela Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira