Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 10:13 Leitað er í þekktum hellum og einnig aflað upplýsinga um óþekktari hella á svæðinu. Landsbjörg Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04