Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:40 David Lynch. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira