Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira