Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira