„Þetta er þúsundum sinnum þess virði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 07:00 Vivianne Robinson er að njóta tímans í París en hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á fjörutíu árum. Getty/Sebastian Kahnert Ofuraðdáendi Ólympíuleikanna keypti miða á 38 viðburði og hefur aldrei eytt svona miklum peningi í ferð á leikana. Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Vivianne Robinson fer ekkert fram hjá neinum þegar hún gengur um stræti Parísar á leið sinni á milli viðburða á Ólympíuleikunum. Þessi bandaríska kona gengur um með risa Ólympíuhatt og er með Ólympíunælur af öllum gerðum festar á bæði hatt sinn og peysu. Það er líka óhætt að kalla Vivianne ofuraðdáenda Ólympíuleikanna. Hún er að mæta á sína sjöundu Ólympíuleika á síðustu fjörutíu árum en allt byrjaði þetta á heimavelli í Los Angeles árið 1984. AP-fréttastofan tók viðtal við hana og komst að því að ferðin til Parísar kostar hana alla hennar sparipeninga. Ein af uppáhaldsborgunum mínum „Ég hef aldrei áður eytt svona miklu í eina Ólympíuleika. Ég var alveg staðráðin í því að ná að sjá Ólympíuleikana í París sem er ein af uppáhaldsborgunum mínum,“ sagði Vivianne Robinson. „Ég eyddi meira en tíu þúsund dölum til að komast hingað og fór yfir um á næstum því öllum kredit kortunum mínum,“ sagði Vivianne en það eru meira en 1,3 milljónir í íslenskum krónum. „Ég var í tveimur störfum, einu á ströndinni á morgnanna og svo í öðru á kvöldin í matvöruverslun. Ég sparaði bara og sparaði,“ sagði Vivianne. Erfitt að safna fyrir þessu öllu „Ég var líka alltaf að kaupa miða á leikana og endaði með 38 miða á viðburði á leikunum,“ sagði Vivianne. „Ég fór kannski aðeins yfir um en ég er njóta tímans hér. Það var erfitt að safna fyrir þessu öllu saman en þetta er þúsundum sinnum þess virði,“ sagði Vivianne. View this post on Instagram A post shared by The Associated Press (AP) (@apnews)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira