„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira