Geta orðið sá yngsti og sá elsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 10:01 Novak Djokovic frá Serbíu og Carlos Alcaraz frá Spán keppa um Ólympíugullið í dag. Getty/Clive Brunskill Tenniskapparnir Novak Djokovic frá Serbíu og Carlos Alcaraz frá Spáni mætast í dag í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París og geta báðir unnið sögulegan sigur. Þetta er annar úrslitaleikur þeirra á stuttum tíma því þeir mættust einnig í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum þar sem Alcaraz fagnaði sigri. Það var annað árið í röð sem hann vann Serbann í úrslitaleiknum á Wimbledon. Alcaraz er 21 árs en Djokovic er sextán árum eldri því hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í maí. Djokovic er því á lokakafla ferilsins síns og hann hefur unnið allt nema Ólympíugullið. Þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar en hann fékk brons á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en hefur síðan tapað bronsleiknum á tveimur leikum, fyrst í London 2012 á móti Juan Martín del Potro frá Argentínu og svo á móti Spánverjanum Pablo Carreño Busta á síðustu leikum í Tókýó. Það er ljóst að þetta verður sögulegur sigur. Novak Djokovic er sá elsti til spila um gullverðlaun í tennis karla og verður því jafnframt elsti Ólympíumeistari sögunnar vinni hann leikinn. Alcaraz verður aftur á móti sá yngsti til að vinna Ólympíuverðlaun karla í tennis vinni hann úrslitaleikinn. Það yrði um leið þriðji risasigur hans á árinu því Spánverjinn hefur þegar unnið Opna franska meistaramótið og Wimbledon mótið. Úrslitaleikurinn hefst klukkan tólf að hádegi að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þetta er annar úrslitaleikur þeirra á stuttum tíma því þeir mættust einnig í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum þar sem Alcaraz fagnaði sigri. Það var annað árið í röð sem hann vann Serbann í úrslitaleiknum á Wimbledon. Alcaraz er 21 árs en Djokovic er sextán árum eldri því hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í maí. Djokovic er því á lokakafla ferilsins síns og hann hefur unnið allt nema Ólympíugullið. Þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar en hann fékk brons á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en hefur síðan tapað bronsleiknum á tveimur leikum, fyrst í London 2012 á móti Juan Martín del Potro frá Argentínu og svo á móti Spánverjanum Pablo Carreño Busta á síðustu leikum í Tókýó. Það er ljóst að þetta verður sögulegur sigur. Novak Djokovic er sá elsti til spila um gullverðlaun í tennis karla og verður því jafnframt elsti Ólympíumeistari sögunnar vinni hann leikinn. Alcaraz verður aftur á móti sá yngsti til að vinna Ólympíuverðlaun karla í tennis vinni hann úrslitaleikinn. Það yrði um leið þriðji risasigur hans á árinu því Spánverjinn hefur þegar unnið Opna franska meistaramótið og Wimbledon mótið. Úrslitaleikurinn hefst klukkan tólf að hádegi að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira