Fimm í fangaklefa þegar mest lét í Eyjum Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 11:08 Frá Herjólfsdal um verslunarmannahelgi. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti. Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, segir verslunarmannahelgina hafa farið ágætlega af stað borið saman við mörg undangengin ár. Engar meiriháttar líkamsárásir, kynferðisbrot eða stór fíkniefnamál hafi komið upp. Einhver smærri fíkniefnamál hafi komið til kasta lögreglu og minniháttar líkamsárás og eignaskemmdir. „Ég man eftir mun verri byrjun á þessari helgi í gengum ári,“ segir Karl Gauti. Þegar mest lét voru fimm manns í fangaklefa lögreglu vegna ölvunar, óláta og stæla, að sögn lögreglustjórans. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi klukkan tíu í morgun. Karl Gauti segir veðrið til þessa prýðilegt miðað við spár. „Nú er búist við hvassviðri seinna í dag og menn hafa verið að hæla niður tjöldin og strappa þau niður þannig að menn eru við öllu búnir,“ segir hann. Áfram er gert ráð fyrir leiðindaveðri um helgina. Spáð er austankalda eða strekkingi með rigningu sunnanlands á morgun og á frídegi verslunarmanna leiðindaveðri með hvassri norðaustanátt og rigningu um allt land. Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Ég vona að veðrið verði okkur hagstætt það sem eftir lifir þjóðarhátíðar og rigni nú ekki eldi og brennisteini eins og spárnar sumar gera ráð fyrir og menn skemmti sér bara vel,“ segir Karl Gauti.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira