Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. ágúst 2024 20:31 Arnar/Ívar Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“ Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“
Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent